Það er orðið langt síðan að eitthvað hefur gerst hjá íslenska Counter Strike 1.6 samfélaginu, en í langan tíma hafa einungis 10 manna scrim verið í gangi, engin online mót, en ekki er vitað um virk clön í íslenska samfélaginu, s.s. alveg steindautt.
Nú er eitthvað að gerast og er stefnt á online mót eftir próflok, en engin niðurstaða er komin. Tillaga að keppnisfyrirkomulagi er að hafa tvo riðla og tvö lið upp úr hvorum riðli, best of 3 og knockout, segir á facebook síðu íslenska cs 1.6 samfélagsins.