Heim / Lan-, online mót / Nær flawless sigur hjá íslenska CS:GO liðinu ax gegn ambition
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Nær flawless sigur hjá íslenska CS:GO liðinu ax gegn ambition

Staðan hjá almost extreme

Staðan hjá almost extreme

Í gærkvöldi fóru fram tveir leikir hjá almost extreme í online mótinu ESEA Open í Evrópu þar sem þeir tóku á móti ambition og GIANTS GAMING.  Nær flawless sigur hjá ax á liðinu ambition eða 16 – 3 fyrir ax.  Því miður náðu ax menn ekki sigur á GIANTS GAMING sem endaði með 16-5, en báðir leikirnir voru spilaðir í mappinu de_train_se.

Með einu tapi og þrjá sigra eru strákarnir í ax dottnir niður í 12. sæti.  Næsti leikur er 10. júní næstkomandi á móti liðinu Unbreakable-gaming sem er í 38. sæti sem er raun lítið að marka þar sem þeir eru einungis með einn spilaðan leik og sigur í honum, en þeir hjá Unbreakable-gaming eiga eftir að spila þrjá leiki áður en þeir takast á við ax.

Það eru til ansi mörg smoke trick í mappinu eins og sjá má hér í meðfylgjandi myndbandi:

Aðstoðið okkur að koma eSports.is meira framfæri og póstið fréttunum inn á viðeigandi facebook grúppur 🙂

Mynd: Skjáskot af heimasíðu esea.net

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

8-liða Brackets í Cs 1.6 online mótinu komin í hús

8-liða Brackets í Counter Strike ...