Í gær keppti íslenska Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) almost extreme (ax) í mótinu ESEA Open á móti franska liðinu WaRLegenD og enduðu leikar með sigri ax og eru þar með komnir í þriðja sætið á mótinu. Fjölmargir leikir eru eftir og næsti leikur er á fimmtudaginn 6. júní næstkomandi á móti GIANTS GAMING og keppt verður í mappinu train_se. GIANTS GAMING eru nú í 97. sæti af 109 liðum og er með tvo ósigra á bakinu og engan sigur. Vonandi verður leikurinn einn fyrir ax að valta yfir GIANTS GAMING.

Chef-Jack
Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]