Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins fara yfir allt það helsta úr heimi tölvuleikja í 54. þætti Leikjavarpsins.
Rætt er um hápunkta frá The Game Awards 2024 þar sem farið er yfir hvaða leikir unnu í stóru verðlaunaflokkunum og síðast en ekki síst hvaða nýju leikir voru kynntir á verðlaunahátíðinni, þar má meðal annars nefna nýjan The Witcher leik!
Sveinn rýnir í Indiana Jones and the Great Circle sem er nýr Indiana Jones hasar- og ævintýraleikur þar sem þú spilar sem Indiana Jones í fyrstu persónu, hvernig ætli það sé að virka? Bjarki segir frá Balatro, indíleiknum sem hefur náð gríðarlegum vinsældum. Hvað gerir þennan spilaleik annars svona sérstakan?
Þetta og margt fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins.
Samsett mynd: nordnordursins.is