Skráning í League of legends jólamótið 2012 hefur farið fram úr öllum væntingum en 71 eru skráð í mótið sem er formlega hafið. Phenzywave einn af admins mótsins segir að hér sé um flestar skráningar í íslenskt lol online mót, en ekki er vitað um fleiri lið skráð í eitt mót. Í hverju liði eru að lágmarki 5 keppendur og eru talsvert mörg lið með 6 til 7 keppendur skráða og má þá segja að um 420 keppendur séu skráðir sem ætti að teljast ansi gott.
ashlander admin fer lauslega yfir skipulag á mótinu á facebook grúppu lol samfélagsins um að Leaderar hafa þá ábyrgð að finna leaderinn í liðinu sem þeir eiga að keppa við og byrja að spila sem fyrst en allar upplýsingar um liðin er hægt að lesa hér svo eitthvað sé nefnt.
Skoðið Brackets og skipulag hér, en hægt er að senda skilaboð á phenzywave og ashlander ef upp koma spurningar og annað.