PNGR býður upp á einstakt tækifæri fyrir PUBG leikmenn til að taka þátt í keppni þann 9. febrúar 2025 kl. 20:00. Viðburðurinn er tilvalinn fyrir lið sem vilja slípa samvinnuna og undirbúa sig fyrir alvöru keppni í PUBG.
Liðin munu keppa í hefðbundnu keppnisformi PUBG, þar sem hvert lið samanstendur af fjórum leikmönnum. Spilaðir verða fjórir leikir á tveimur klassískum kortum – Erangel og Miramar.
Skráning er opin og frjáls á Google Docs, en aðeins 25 lið fá að keppa, svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst.
Þátttaka er ókeypis og allir geta skráð sig. Þetta er einstakt tækifæri fyrir leikmenn að prófa sig í keppnisumhverfi án nokkurs kostnaðar. Þeir sem ekki keppa geta fylgst með í beinni útsendingu á Twitch, þar sem PNGR mun sjá um streymið og tryggja framúrskarandi upplifun.
Enginn PUBG áhugamaður ætti að missa af þessum viðburði.
Eins og áður segir þá fer viðburðurinn fram sunnudaginn 9. febrúar kl. 20:00, og er tilvalinn leið til að eyða kvöldinu í spennandi rafíþróttakeppni.
Skráðu liðið þitt með því að smella hér.
Um PNGR
PNGR er íslenskt PUBG: PlayerUnknown’s Battlegrounds lið sem samanstendur af hæfileikaríkum leikmönnum, en liðið hefur sýnt framúrskarandi færni í spilamennsku. Með sterkri liðsheild, úthugsaðri taktík og óbilandi keppnisanda hefur PNGR skipað sér í fremstu röð íslenskra rafíþróttaliða í PUBG.
Þeir keppa reglulega í mótum og leggja mikla áherslu á að þróa leikstíl sinn með stöðugum æfingum og þátttöku í keppnisæfingum (SCRIMS). PNGR er þekkt fyrir snögga ákvarðanatöku, frábæra samvinnu og ótrúlega hæfni á vígvellinum, sem hefur skilað þeim fjölda sigra og aðdáenda í PUBG samfélaginu.
Mynd: Steam