Starcraft 2 spilararnir í íslenska claninu wGb, Jökull ,,Kaldi“ Jóhannsson og Stefán ,,Shake“ Sigurðsson hafa ákveðið að skipta um clan og spila fyrir bandaríska clanið Impulse Esports, en þetta kemur fram á vef wGb.is.
„Fyrir nokkrum mánuðum spiluðum við Clanwar við þá og þeir voru mjög vinalegir og spiluðu mjög vel. Við höfðum verið að leita að clani í nokkurn tíma svo ég spjallaði við managerinn þeirra, en þeir höfðu séð okkur spila og höfðu áhuga á að fá okkur til liðs við sig“, sagði Kaldi í samtali við eSports.is aðspurður um hvernig það stóð til að þeir færu yfir til Impulse Esports.
Hvaða kröfur eru þeir að gera til ykkar?
Hjá Impulse er mikil keppni um sæti í A liðinu, þeir eru með rúmlega 15 spilara í B liðinu sínu (high master spilara) sem eru að berjast um að fá að sanna sig, þannig að við þurfum að hafa okkur alla við til að fá að spila.
Impulse tekur þátt í clanwar deild sem heitir StarCraft 2 Tour sem hófst í fyrradag. Impulse hefur verið að senda spilara reglulega á MLG, en þeir félagar Kaldi og Shake hafa hug á því að taka þátt í Dreamhack í sumar.
A Rosterinn Impulse Esports er með 2 Grandmaster spilara og rest á top master spilara, þannig að clanið er gífurlega sterkt.
Við óskum þeim félögum góðs gengis og komum til með að fylgjast náið og flytja ykkur fréttir af þeim.