Heim / Lan-, online mót / Team Fortress 2 mótið frestað | Tvö lið sýndu áhuga
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Team Fortress 2 mótið frestað | Tvö lið sýndu áhuga

Greint var frá fyrir helgi að skráning í Team Fortress 2 online mót var hafið og til stóð að halda mótið á sjálfum Páskadag.  Ekki varð nógu góð þátttaka í mótið og voru einungis tvö lið sem sýndu áhuga, en skráðu sig ekki.

TF2 spilarar voru hæstánægðir með framtakið, en höfðu orð á því að of stuttur skráningarfrestur væri og þyrfti að vera lengri tími í skráningu til að vel heppnast.

„Ég var búinn að fá íslenskan Team Fortress 2 server og synd að ekki skuli hafa náðst í nokkur lið.  Ég er að fara á sjóinn og verð ekki við næstu mánuði, en ég ætla að halda annað mót um leið og tími gefst“, sagði wolfcasio einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við eSports.is.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út - Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út – Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...