Heim / PC leikir / Tónlist tölvuleikja
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Tónlist tölvuleikja

Tónlist tölvuleikja

Þann 19. nóvember mun Lúðrasveitin Svanur flytja úrval laga úr hinum ýmsu tölvuleikjum í Norðurljósasal Hörpu.

Farið verður í ferðalag frá grænum grasbölum Hyrule til margbrotins landslags Tamriel og þaðan út í nístingskulda geimsins. Komið verður við hjá heimsþekktum karakterum á borð við píparann Mario, galvaska hermanninn Master Chief, ískaldan Arthas og hinn síkáta Pikachu.

Af verkum tónleikanna má helst nefna glænýja útsetningu af þemum Elder Scrolls leikjanna, lög úr World of Warcraft og syrpu úr íslenska netleiknum EVE Online, en hún samanstendur af lúðrasveitarútsetningum hluta þeirra laga sem Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði nýverið fyrir æsta aðdáendur leiksins.

Miða má nálgast á heimasíðu Hörpu hér.

 

Mynd: af facebook viðburði hér.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...