Lanmótið Tuddinn var haldið síðastliðna helgi í Íþróttahúsinu í Digranesi þar sem keppt var í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO). Góð þátttaka var á lanmótið en hvorki meira né minna en 43 lið sem mættu til leiks.
Það voru WarMonkeys sem sigruðu lanmótið, en úrslitin voru eftirfarandi:
1. sæti – WarMonkeys
2. sæti – VECA
3. sæti – Seven
4. sæti – GODS
Í verðlaun var:
1. sæti: 200.000 kr í peningum ásamt 100.000 gjafabréfum frá Tölvulistanum
2. sæti: 100.000 kr í peningum ásamt 50.000 gjafabréfum frá Tölvulistanum
3. sæti: 50.000 kr í peningum ásamt 50.000 gjafabréfum frá Tölvulistanum
Einnig var haldin CS:GO Mountain Dew keppni og sigurvegarar þar voru Taste og í verðlaun fékk liðið Mountain Dew ásamt því að leikmenn liðsins fengu frítt á næsta lanmót Tuddans.
Rúmlega 1000 áhorfendur fylgdust með mótinu á netinu sem auglýst var meðal annars á visir.is.
Myndir frá mótinu er hægt að skoða á facebook síðu Tuddans.
Með fylgir nokkur highlights frá lanmótinu ofl. og ástæða til að vara við gelgju-öskri í myndbandi:
Mynd: facebook / WarMonkeys