Nintendo hefur sent frá sér tilkynningu að „My Nintendo Gold Points“ kerfið, sem hefur verið hluti af vildarpunktum fyrirtækisins í sjö ár, verði lagt niður þann 25. mars næstkomandi. Þrátt fyrir að kerfið hætti munu núverandi Gold Points áfram vera nothæft eftir þann tíma.
My Nintendo Gold Points voru veittar notendum við kaup á stafrænum leikjum og gátu síðan vildarpunktarnir verið notaðir til að fá afslætti eða aðra umbun í verslun Nintendo. Með þessari breytingu lýkur tímabili sem hófst með tilkomu kerfisins og hefur verið hluti af stafrænu söluaðferð Nintendo síðan þá.
Notendur eru hvattir til að nýta sér núverandi Gold Points áður en kerfið lokast, þó að þeir sem eiga eftir ónotaða vildarpunkta geti enn nýtt sér þá eftir 25. mars. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um hvort nýtt vildarpunkta-kerfi muni koma í staðinn fyrir My Nintendo Gold Points.
Mynd: nintendo.com