[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Söguleg stund: DreamHack heldur sína fyrstu hátíð í Shanghai
Auglýsa á esports.is?

Söguleg stund: DreamHack heldur sína fyrstu hátíð í Shanghai

Söguleg stund: DreamHack heldur sína fyrstu hátíð í Shanghai

DreamHack er ein stærsta og vinsælasta leikja- og rafíþróttahátíð í heimi, þar sem aðdáendur geta notið keppna, LAN-partýa, streymis, tónlistar og leikjatengdra viðburða við mikla hátíðarstemningu.
Mynd: dreamhack.com

ESL FACEIT Group (EFG) hefur tilkynnt að DreamHack hátíðin verði haldin í Shanghai í fyrsta sinn árið 2025. Þessi viðburður mun fara fram samhliða Asian Champions League (ACL), rafíþróttamót skipulagt af Hero Esports, á Shanghai Oriental Sports Center dagana 16. til 18. maí 2025.

DreamHack Shanghai mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, þar á meðal hágæða keppnir, hefðbundna DreamHack viðburði eins og sýningarsvæði, Artist Alley og Community Playground.

„DreamHack Shanghai er tækifæri fyrir okkur til að byggja upp eitthvað alveg nýtt á markaðnum. Við viljum skapa stað þar sem leikjafólk getur spilað, keppt og tengst í alveg nýju umhverfi.“

Sagði Shahin Zarrabi, varaforseti EFG í fréttatilkynningu.

Jonny (Xinyi) Wang, framkvæmdastjóri og meðstofnandi ACL hjá Hero Esports, bætti við:

„Að sameina fyrstu Asian Champions League með DreamHack Shanghai setur nýjan staðal fyrir rafíþrótta- og leikjaupplifanir í Asíu.“

Þessi viðburður markar mikilvægt skref í útbreiðslu DreamHack til Asíu og styrkir stöðu EFG á kínverska leikjamarkaðnum, sem er næststærstur í heiminum hvað varðar tekjur.

Ertu að fara á DreamHack? eSports.is hefur áhuga á að veita góða umfjöllun frá hátíðinni. Ef þú hefur áhuga á að vera í góðu sambandi við okkur og deila myndum, endilega hafðu samband á netfangið [email protected].

Mynd: dreamhack.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

HappyV - EnVyUs

Truflað deagle ACE – Algjört möst að horfa á þetta myndband

Það verður ekki tekið af ...