Nú um helgina var árlega lan mótið sem nemendafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla heldur, alls tóku 20 lið þátt.
Óhætt er að segja að CS:GO er vinsælasti keppnistölvuleikur á Íslandi þar sem alls skráðu sig í kringum 35 lið en aðeins voru 20 sem komust að. Guðlaugur „Gaulzi“ Árnasson sá um mótið og gekk það eins og nýsmurð Volvo vél! Nánast allir leikir voru spilaðir á réttum tíma og mótsfyrirkomulagið var til fyrirmyndar. Síðast en ekki síst sá Vignir „WarDrake“ Vignisson að streama og hægt er að sjá leikina frá föstudeginum HÉR og laugardeginum HÉR.
Warmonkeys komu, sáu og sigruðu á móti Malefiq í úrslitum.
Úrlistarimman var mjög líklega eitthvað sem allir voru að vonast eftir og fengu Warmonkeys strákana frá flórídaskaganum. Warmonkeys sigruðu viðureignina 2-0 í hörku leikjum þar sem í bæði skiptin virtist vera að Malefiq væri líklegri til þess að sigra til þess að byrja með.