[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Eftir 26 ára bið: SNK endurlífgar Fatal Fury-seríuna með Cristiano Ronaldo í bardagahlutverki
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Eftir 26 ára bið: SNK endurlífgar Fatal Fury-seríuna með Cristiano Ronaldo í bardagahlutverki

Eftir 26 ára bið: SNK endurlífgar Fatal Fury-seríuna með Cristiano Ronaldo í bardagahlutverki

Tæplega þrír áratugir síðar – Fatal Fury rís úr öskunni.
Mynd: snk-corp.co.jp

Eftir 26 ára hlé hefur SNK ákveðið að endurvekja hina goðsagnakenndu slagsmálaseríu Fatal Fury með nýjum leik, Fatal Fury: City of the Wolves, sem kemur út fyrir PlayStation 4 og PlayStation 5 þann 24. apríl 2025, að því er fram kemur á psfrettir.com.

Þessi nýi titill byggir á arfleifð seríunnar sem hófst árið 1991 og átti stóran þátt í vinsældum slagsmálaleikja á tíunda áratugnum. Síðasti leikurinn í seríunni, Garou: Mark of the Wolves, kom út árið 1999.

Nú mætir Fatal Fury með Cristiano Ronaldo í fararbroddi

Eftir 26 ára bið: SNK endurlífgar Fatal Fury-seríuna með Cristiano Ronaldo í bardagahlutverki

Cristiano Ronaldo bætist óvænt við í hóp bardagakappa í nýjum Fatal Fury leik.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.

Fatal Fury: City of the Wolves býður spilurum upp á að velja 22 karaktéra við upphaf leiksins, þar af 17 þekkta bardagakappa og nýliða, auk fimm til viðbótar sem verða fáanlegir í fyrsta viðbótarpakkanum. Einn af nýju bardagaköppunum er knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, sem sameinar fótboltaferil sinn og bardagalistir á frumlegan hátt.

Leikurinn kynnir nýtt kerfi, REV System, sem veitir leikmönnum fjölbreyttar sóknaraðferðir frá upphafi bardaga. Með REV Arts, REV Accel og REV Blows geta leikmenn hámarkað spennuna í hverjum bardaga, en ofnotkun getur leitt til ofhitnunar á REV-mælirnum.​

Sjá einnig: Fatal Fury serían endurvakin með City of the Wolves

Til að mæta þörfum bæði nýliða og reyndra leikmanna býður leikurinn upp á tvær leiðir af stjórnunarkerfi: Arcade Style, sem byggir á nákvæmum og tæknilegum aðgerðum, og Smart Style, sem gerir kleift að framkvæma glæsileg tilþrif með einfaldari aðgerðum.​

Einnig er kynntur ný einspilun, Episodes of South Town (EOST), þar sem leikmenn takast á við fjölbreyttar áskoranir, afla reynslustiga og eru leikmenn umbunað fyrir bestu tillþrifin.

Fyrir frekari upplýsingar um leikinn er hægt að heimsækja opinberu vefsíðu SNK eða fylgjast með KOF Studio á x.com.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]