Eftir 26 ára hlé hefur SNK ákveðið að endurvekja hina goðsagnakenndu slagsmálaseríu Fatal Fury með nýjum leik, Fatal Fury: City of the Wolves, sem kemur út fyrir PlayStation 4 og PlayStation 5 þann 24. apríl 2025, að því er fram kemur á psfrettir.com.
Þessi nýi titill byggir á arfleifð seríunnar sem hófst árið 1991 og átti stóran þátt í vinsældum slagsmálaleikja á tíunda áratugnum. Síðasti leikurinn í seríunni, Garou: Mark of the Wolves, kom út árið 1999.
Nú mætir Fatal Fury með Cristiano Ronaldo í fararbroddi

Cristiano Ronaldo bætist óvænt við í hóp bardagakappa í nýjum Fatal Fury leik.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
Fatal Fury: City of the Wolves býður spilurum upp á að velja 22 karaktéra við upphaf leiksins, þar af 17 þekkta bardagakappa og nýliða, auk fimm til viðbótar sem verða fáanlegir í fyrsta viðbótarpakkanum. Einn af nýju bardagaköppunum er knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, sem sameinar fótboltaferil sinn og bardagalistir á frumlegan hátt.
Leikurinn kynnir nýtt kerfi, REV System, sem veitir leikmönnum fjölbreyttar sóknaraðferðir frá upphafi bardaga. Með REV Arts, REV Accel og REV Blows geta leikmenn hámarkað spennuna í hverjum bardaga, en ofnotkun getur leitt til ofhitnunar á REV-mælirnum.
Sjá einnig: Fatal Fury serían endurvakin með City of the Wolves
Til að mæta þörfum bæði nýliða og reyndra leikmanna býður leikurinn upp á tvær leiðir af stjórnunarkerfi: Arcade Style, sem byggir á nákvæmum og tæknilegum aðgerðum, og Smart Style, sem gerir kleift að framkvæma glæsileg tilþrif með einfaldari aðgerðum.
Einnig er kynntur ný einspilun, Episodes of South Town (EOST), þar sem leikmenn takast á við fjölbreyttar áskoranir, afla reynslustiga og eru leikmenn umbunað fyrir bestu tillþrifin.
Fyrir frekari upplýsingar um leikinn er hægt að heimsækja opinberu vefsíðu SNK eða fylgjast með KOF Studio á x.com.