Framleiðendur EVE Online, í samvinnu við Hadean, PlayFab og Steam, stefna á heimsmet í leiknum þar sem 10 þúsund leikmenn spila samtímis.
Viðburðinn verður á laugardaginn 23. nóvember klukkan 20:00 á UTC tíma.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er EVE Online ókeypis á Steam hér.
Tvö verðlaun verða veitt, þ.e. þeim flugmanni sem nær mestum gjaldmiðli leiksins (ZPC) á meðan á viðburðinum stendur yfir og hin verða gefin öðrum heppnum flugmanni af handahófi.
Sigurvegararnir tveir fá hvort tveggja tvo miða á EVE Fanfest 2020 í Reykjavík, þar á meðal greitt fyrir flug og hótel. Að auki munu sigurvegarar fá tækifæri til að mæta þróunarsveit EVE Online augliti til auglitis á viðburðinum.
Núverandi heimsmet
Núverandi heimsmet var gert þegar EVE Online spilarar spiluðu samtímis 23. janúar 2018, en samtals tóku 6.142 leikmenn þátt í gífurlegum bardaga á netinu.
Heimsmetstilraunin á laugardaginn n.k. verður streymd í beinni útsendingu á Twitch rás CCP.
Mynd: Steam netverslun.