Tölvuleikir virðast vera að verða sívinsælli vettvangur fólks til félagslegra samskipta nú þegar raunveruleg samskipti eru af skornum skammti vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Vikuleg sala á tölvuleikjum hefur meðal annars aukist um allt að 60% á síðustu vikum að því er fram kemur í umfjöllun BBC sem að mbl.is vekur athygli á með ítarlegri umfjöllun hér.
Virðist sérstök aukning vera á sölu leikja þar sem hægt er að vera í samskiptum við aðra spilara.
Fyrir 14. mars skráðu um 7.000 manns sig fyrir nýjum reikningi í tölvuleiknum Eve Online á hverjum degi. 14. mars hækkaði sú tala í 11.000. Þetta staðfestir Hilmar Pétursson, framkvæmdarstjóri tölvuleikjarisans CCP, í samtali við BBC í dag.
Mynd: eveonline.com