Heim / PC leikir / Hluthafar Activision Blizzard vilja birta skýrslu um misnotkun, áreitni og mismunun, en fyrirtækið vill íhuga það
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hluthafar Activision Blizzard vilja birta skýrslu um misnotkun, áreitni og mismunun, en fyrirtækið vill íhuga það

Activision Blizzard

Hluthafar Activision Blizzard hafa greitt atkvæði með því að samþykkja tillögu um að fyrirtækið skuli birta skýrslu þar sem m.a. er greint frá hvernig hægt er að koma í veg fyrir misnotkun, áreitni og mismunun á vinnustað Activision Blizzard. Fyrirtækið Activision hefur enn sem komið er aðeins sagt að það mun „íhuga vandlega“ hvort skýrslan verði birt.

Skýrslan var unnin af ríkiseftirlitsmanni í New York, Thomas DiNapoli, en í skýrslunni kemur meðal annars fram heildarfjöldi kvartana um kynferðisofbeldi, áreitni eða mismunun sem fyrirtækið glímir við, en Activision stendur í fjölda málaferla sem tengjast þessum starfsháttum.

Stjórn félagsins sendi hluthöfum í maí þar sem hún hvatti þá til að greiða atkvæði gegn tillögunni, en ástæðan var að gagnsæ ársskýrsla væri ekki „með bestu hagsmunum fyrirtækisins eða hluthafa þess“.

Þrátt fyrir að meirihluti hluthafa Activision Blizzard hafi nú greitt atkvæði með því að samþykkja útgáfu árlegrar skýrslu um misnotkun, áreitni og mismunun, eins og fram kemur í The Washington Post, hefur Activision ekki enn samþykkt það. Í yfirlýsingu sem að stjórn Activision sendi á Kotaku, kemur fram að atkvæðagreiðslan væri „ekki bindandi“ og sagði að hún myndi „skoða tillöguna vel og vandlega“.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...