Ísland tapaði gegn Belgíu í gær 16-10 í heimsmeistarakeppninni í leiknum Counter-Strike: Global Offensive (CS: GO). Liðið mætir Tyrklandi á morgun fimmtudaginn 1. september og núna þarf sigur til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum í heimsmeistarakeppninni.
Leikurinn fer fram klukkan 14:00 og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni í Leikjadeildinni hjá Tölvutek, einnig verður hægt að horfa á beina útsendingu á efragtv með því að smella hér.
Facebook event: Ísland vs Tyrkland
Myndir: skjáskot úr beinu útsendingu í viðureign Íslands og Belgíu í gær.