Heim / Lan-, online mót / Íslenska Overwatch landsliðið keppir í heimsmeistaramótinu í Los Angeles – Bíó Paradís verður með beina útsendingu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska Overwatch landsliðið keppir í heimsmeistaramótinu í Los Angeles – Bíó Paradís verður með beina útsendingu

Íslenska Overwatch landsliðið

Íslenska Overwatch landsliðið

Íslenska Overwatch landsliðið mun keppa í heimsmeistaramótinu í Los Angeles 31. október næstkomandi frá klukkan 16:00 til 23:59.

Ísland vann sér inn þátttökurétt í heimsmeistaramótinu eftir að landsliðið sigraði í Eurocup 2019.

Sjá einnig: Íslenska Overwatch landsliðið sigraði í Eurocup 2019

Hægt verður að fylgjast með landsliðinu í Bíó Paradís. Húsið opnar 16 og verða leikjum Íslands og annarra landa streymt á skjánum til miðnættis. Aðgangur er ókeypis!

Landsliðið er skipað sjö leikmönnum og er þetta í fyrsta sinn sem það fer út og keppir fyrir hönd Íslands. Liðið hefur náð frábærum árangri en á dögunum sigraði það Evrópumótið í Overwatch þar sem úrslitaviðureign var gegn frændum okkar Dönum. Í fyrra voru yfir 100 þúsund áhorfendur á úrslitaleik heimsmeistaramótsins og er búist við enn meiri fjölda í ár!

Liðsmenn eru:

  • Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark)
  •  Finnbjörn Jónasson (Finnsi)
  • Hafþór Hákonarson (Hafficool)
  • Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons)
  • Kristófer Númi Valgeirsson (Númi)
  • Sindri Már Gunnarsson (Sindri)
  • Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ)

Í kringum liðsmenn er stuðnings- og þjálfarateymi en þau eru:

  • Framkvæmdarstjóri: Vigfús Ólafsson (Fúsi)
  • Þjálfari: Óskar Ingólfsson (ELMaestro)
  • Aðstoðarþjálfari: Ingi Þór Aðalsteinsson (cmd)
  • Stjórn samfélagsmiðla: Þorgerður Erla Andrésdóttir (MaysileeFox)
  • Klippari & myndatökumaður: Jónatan Leó Þráinsson (Blitzet)

Mynd: facebook / Team Iceland Overwatch

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...