Íslenska Overwatch landsliðið keppti nú á dögunum í heimsmeistaramótinu í Los Angeles.
Ísland vann sér inn þátttökurétt í heimsmeistaramótinu eftir að landsliðið sigraði í Eurocup 2019.
Sjá einnig: Íslenska Overwatch landsliðið sigraði í Eurocup 2019
Landsliðið byrjaði á því að sigra Írska landsliðið og lentu þar með á móti Bretlandi sem endaði með tapi. Þar með komst íslenska landsliðið því miður ekki áfram í ár.
Það var Bandaríska landsliðið sem hreppti 1. sætið og þar með urðu Overwatch heimsmeistarar 2019.
Fleiri fréttir af Íslenska Overwatch landsliðinu hér.
Myndir: facebook / Team Iceland Overwatch