Heim / Tölvuleikir / Íslenskur tölvuleikur aðgengilegur 132 milljónum spilara
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskur tölvuleikur aðgengilegur 132 milljónum spilara

Starborne Frontiers

Starborne Frontiers

Starborne Frontiers, tölvuleikur íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds er á leiðinni á Steam leikjaveituna. Áhugasamir geta sett Starborne: Frontiers á óskalista (e. wishlist) en leikurinn verður aðgengilegur fyrir notendur á veitunni í byrjun október.

Fyrir þá sem þekkja ekki Steam, þá er Steam stærsta PC tölvuleikjaveita heims, með einn milljarð flettinga á dag og 132 milljónir virkra mánaðarlegra spilara.

Að vera á Steam opnar nýjar dyr fyrir Starborne: Frontiers, og tryggir að leikurinn verður í boði fyrir breiðari hóp spilara sem eru ekki að spila í snjalltækjum. Þetta þýðir að Starborne: Frontiers verður aðgengilegur á bæði PC og í snjalltækjum.

Sjá einnig: Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds er að undirbúa þýðingu á Starborne Frontiers á nokkur tungumál, þar á meðal kínversku og er stefnt að því að dreifa leiknum til kínverskra notenda um næstu áramót í gegnum Steam leikjaveituna. Kínverski leikjamarkaðurinn er með um fjórðung af sölu tölvuleikja í heiminum.

Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds

Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds

“Við erum spennt að gefa Starborne: Frontiers út á Steam efnisveitunni sem opnar okkur leið inn á stór ný markaðssvæði. Við hvetjum alla núverandi og nýja spilara til að bæta Starborne: Frontiers á óskalista sinn á Steam hér.

Með því að bæta leiknum á óskalista hjálpar þú til við að auka sýnileika hans, svo að fleiri spilarar um allan heim geti uppgötvað leikinn,”

segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.

Svæði Starborne Frontiers á Steam leikjaveitunni verður hægt að nálgast hér.

Myndir: solidclouds.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]