Heim / Lan-, online mót / Kemur fyrsti sigur Íslands í kvöld?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Kemur fyrsti sigur Íslands í kvöld?

King of Nordic

Í kvöld föstudaginn 24. febrúar klukkan 18:00 hefst norðurlanda online veislan hjá KING OF NORDIC (KON) þar sem keppt verður í leiknum Counter-Strike: Global Offensive (CS: GO).  Lið Íslands keppir við Svíþjóð og hefst leikurinn klukkan 19:15 á Íslenskum tíma.

Fyrir hönd Íslands keppa meistararnir í WarMonkeys:

  • Pétur „peterr“ Örn Helgason
  • Kristján „kruzer“ Finnsson
  • Þorsteinn „th0rsteinnf“ Friðfinnsson
  • Ólafur „ofvirkur“ Barði Guðmundsson
  • Kristinn „CaPPiNg“ Andri Jóhannesson

Ísland hefur tapað öllum leikjum á seinasta og á þessu tímabili í KING OF NORDIC og er Íslenska leikjasamfélag farið að dreyma um sigur í þessu vel virta online móti.

Alla nánari upplýsingar um leikina í kvöld er hægt að nálægast á facebook síðu KON með því að smella hér.

Koma svo, ÁFRAM ÍSLAND.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Veislan heldur áfram í King of Nordic

Eftir gríðarlega spennandi leik í ...