- Viðburðurinn var haldinn í Grósku
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hélt opinn fræðsluviðburð í Grósku kvöld, fimmtudaginn 9. október. Viðburðurinn var hluti af viðburðaröðinni Game Makers Iceland, þar sem gestum gefst tækifæri til að skyggnast inn í heim leikjagerðar, sjálfvirkrar hönnunar, markaðssetningar og ýmissa annarra þátta sem tengjast þróun tölvuleikja.
Sjá einnig: Bak við tjöldin í tölvuleikjaheiminum – CCP heldur kvöldviðburð í Grósku
Skráning fylltist á örskömmum tíma og viðburðurinn var fullbókaður.
Fjórir lykilstarfsmenn CCP deildu þekkingu sinni og reynslu með gestum:
- Anna Guðbjörg Cowden, framleiðandi, fjallaði um framleiðsluferlið – allt frá fyrstu hugmynd að lokaútfærslu.
- Brent Stéphane Hall, tæknilegur frásagnarhönnuður, ræddi mikilvægi örsagna og áhættuna sem fylgir ofnotkun texta.
- Nic Junius, frásagnarhönnuður, kynnti sjálfvirka hönnun og framleiðslu frásagnarlegs efnis.
- Michael Hooper, markaðsstjóri, sýndi hvernig lykilmyndir (key art) verða andlit og tákn tölvuleikja í markaðslegu samhengi.
Hér var sannarlega einstakt tækifæri fyrir áhugasama um leikjagerð, frásagnarform og markaðssetningu innan leikjaiðnaðarins til að læra af reyndu fagfólki CCP.
„CCP er ótrúlega vel skipulagt – með hæfileikafólk í öllum lykilhlutverkum. Alveg hreint magnað hvað þau eru góð í sínu fagi.“
sagði Arnar Þór, eigandi PS-frétta, í samtali við esports.is. Arnar Þór var á meðal gesta á viðburðinum og tók meðfylgjandi myndir, sem birtar eru hér með góðfúslegu leyfi hans.
Myndir: psfrettir.com
Myndir: psfrettir.com