[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / „Magnað fagfólk“ segir fréttamaður PS Frétta – Leikjaunnendur fylltu Grósku þegar CCP miðlaði sinni þekkingu – Myndir
Nýr þáttur alla miðvikudaga

„Magnað fagfólk“ segir fréttamaður PS Frétta – Leikjaunnendur fylltu Grósku þegar CCP miðlaði sinni þekkingu – Myndir

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hélt opinn fræðsluviðburð í Grósku kvöld, fimmtudaginn 9. október. Viðburðurinn var hluti af viðburðaröðinni Game Makers Iceland, þar sem gestum gefst tækifæri til að skyggnast inn í heim leikjagerðar, sjálfvirkrar hönnunar, markaðssetningar og ýmissa annarra þátta sem tengjast þróun tölvuleikja.

Sjá einnig: Bak við tjöldin í tölvuleikjaheiminum – CCP heldur kvöldviðburð í Grósku

Skráning fylltist á örskömmum tíma og viðburðurinn var fullbókaður.

Fjórir lykilstarfsmenn CCP deildu þekkingu sinni og reynslu með gestum:

  • Anna Guðbjörg Cowden, framleiðandi, fjallaði um framleiðsluferlið – allt frá fyrstu hugmynd að lokaútfærslu.
  • Brent Stéphane Hall, tæknilegur frásagnarhönnuður, ræddi mikilvægi örsagna og áhættuna sem fylgir ofnotkun texta.
  • Nic Junius, frásagnarhönnuður, kynnti sjálfvirka hönnun og framleiðslu frásagnarlegs efnis.
  • Michael Hooper, markaðsstjóri, sýndi hvernig lykilmyndir (key art) verða andlit og tákn tölvuleikja í markaðslegu samhengi.

„Magnað fagfólk“ segir fréttamaður PS Frétta - Leikjaunnendur fylltu Grósku þegar CCP miðlaði sinni þekkingu

Hér var sannarlega einstakt tækifæri fyrir áhugasama um leikjagerð, frásagnarform og markaðssetningu innan leikjaiðnaðarins til að læra af reyndu fagfólki CCP.

„CCP er ótrúlega vel skipulagt – með hæfileikafólk í öllum lykilhlutverkum. Alveg hreint magnað hvað þau eru góð í sínu fagi.“

sagði Arnar Þór, eigandi PS-frétta, í samtali við esports.is. Arnar Þór var á meðal gesta á viðburðinum og tók meðfylgjandi myndir, sem birtar eru hér með góðfúslegu leyfi hans.

Myndir: psfrettir.com

Myndir: psfrettir.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Indiana Jones and the Great Circle

Ævintýrið heldur áfram: Indiana Jones stefnir á PlayStation 5

Það styttist í að leikmenn ...