Samúel Karl Ólason hjá Vísir.is birti í gær leikjarýni um „Sniper Elite: Resistance“, nýjasta leikinn í Sniper Elite seríunni. Í rýninni kemur fram að leikurinn fylgi hefðbundinni formúlu seríunnar, með stórum og vel hönnuðum borðum sem eru full af óvinum og hlutum til að skjóta.
Sjá einnig: Sniper Elite: Resistance kom út 30. janúar 2025
Hins vegar bendir Samúel á að leikurinn bjóði upp á lítið nýtt og að ýmsir gallar komi í ljós við spilun, auk þess sem grafíkvélin virðist vera orðin úrelt. Þrátt fyrir þetta telur hann að leikurinn valdi ekki vonbrigðum fyrir aðdáendur seríunnar.
Mynd: Steam