Nýjasta slúðrið er að franska tölvuleikjafyrirtækið Ubisoft undirbýr opinbera kynningu á framhaldsleiknum Rainbow Six Siege 2 á Six Invitational 2025 keppninni, sem haldin verður dagana 14.–16. febrúar næstkomandi í MGM Music Hall í Fenway í Boston.
Þessi viðburður markar tíu ára afmæli upprunalega Rainbow Six Siege, sem kom út árið 2015, og telja margir að þetta sé kjörið tækifæri fyrir Ubisoft að kynna framtíð leikjaseríunnar.
If you’re in the leak server, the cat is out of the bag.
Siege 2 will be releasing sometime in the future.
I was wrong about ‘Year 10 being Siege X’.Siege 2 IS Siege X.
— ‘ (@fraxiswinning) February 5, 2025
Það er notandi að nafni „fraxiswinning“ á X sem uppljóstrar þessu, en hann hefur áður veitt áreiðanlegar upplýsingar um Rainbow Six Siege og aðra leiki Ubisoft, þar á meðal Assassin’s Creed.
Samkvæmt heimildum, eftir góða og laaaaanga leit á veraldarvefnum, þá mun Rainbow Six Siege 2 bjóða upp á stórfelldar breytingar, þar á meðal:
- Nýja og betrumbætta leikjavél sem mun auka frammistöðu og bæta grafík verulega.
- Nýjungar í leikjaumhverfi og spilun, en þó með áframhaldandi áherslu á taktíska spilun sem gerði fyrsta leikinn svo vinsælan.
Aðdáendur eru spenntir en varkárir
Þótt margir aðdáendur hafi tekið fréttunum með mikilli eftirvæntingu, er enn óljóst hvort Ubisoft muni staðfesta eða afsanna þessar sögusagnir áður en Six Invitational 2025 hefst. Margir vonast til að leikurinn viðhaldi því sem gerði fyrsta Rainbow Six Siege svona vinsælan, en á sama tíma bæti við nýjungum sem endurnæra leikinn og gera hann samkeppnishæfan í nútíma leikjaheimi.
Á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum munu aðdáendur fylgjast grannt með öllum fréttum frá Ubisoft, sérstaklega í aðdraganda Six Invitational 2025.
Við munum halda áfram að fylgjast með málinu og flytja nýjustu fréttir um þróun Rainbow Six Siege 2 um leið og þær berast.