[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Valve hreinsar til á Steam – Auglýsingar bannaðar á Steam
Auglýsa á esports.is?

Valve hreinsar til á Steam – Auglýsingar bannaðar á Steam

Valve, fyrirtækið á bak við leikjaplatformið Steam - Logo

Valve, fyrirtækið á bak við leikjaplatformið Steam, hefur nýlega sett nýjar reglur sem banna leikjaframleiðendum að neyða spilara til að horfa á auglýsingar innan leikja. Samkvæmt nýju reglunum er óheimilt að krefja spilara um að horfa á eða taka þátt í auglýsingum til að geta spilað leikinn eða fá aðgang að ákveðnu efni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Valve.

Þetta felur einnig í sér að ekki má umbuna spilurum með verðlaunum fyrir að horfa á eða taka þátt í auglýsingum í leiknum.

Þessar nýju reglur eru settar fram til að skýra hvað er og er ekki leyfilegt á Steam, sérstaklega í ljósi þess að slíkar auglýsingar eru algengari í farsímaleikjum.  Að auki er framleiðendum bannað að rukka aðra framleiðendur fyrir aðgang að Steam, svo sem útsölusíðum, netverslum eða heimasíðum fyrir leikjaseríur.

Þetta nýjasta útspil frá Valve er til að tryggja betri upplifun fyrir spilara og viðhalda gæðum leikja á Steam.

Samsett mynd: valvesoftware.com og Steam

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Steam slær enn eitt metið með tölvuspilara sem spila samtímis

Steam slær enn eitt metið – Yfir 38 milljónir spiluðu samtímis

Steam hefur enn og aftur ...