[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Hryllingurinn vaknar á ný – Killing Floor 3 kemur í mars
Auglýsa á esports.is?

Hryllingurinn vaknar á ný – Killing Floor 3 kemur í mars

Hryllingurinn vaknar á ný - Killing Floor 3 kemur í mars

Leikjafyrirtækið Tripwire Interactive hefur tilkynnt að þriðji hluti hinnar vinsælu leikjaseríu, Killing Floor, verður gefinn út á heimsvísu 25. mars næstkomandi.  Leikurinn verður fáanlegur fyrir PC (í gegnum Steam og Epic Games Store), PlayStation 5 og Xbox Series X|S.

Forsala er þegar hafin fyrir bæði stafrænar og hefðbundnar útgáfur leiksins.  Allar forpantanir innihalda Flatline Tactical Bundle, auk þess verða í boði sérstakar útgáfur með viðbót, svo sem Shadow Agent Specialist & Weapon Skin Sets og Nightfall Supply Pass, að því er fram kemur í tilkynningu frá Tripwire Interactive.

Fyrir þá sem vilja prófa leikinn áður en hann kemur út, verður lokað beta-próf haldið frá 20. til 24. febrúar 2025. Hægt er að skrá sig fyrir aðgang og fá frekari upplýsingar á heimasíðu leiksins á vefslóðinni killingfloor3.com.

Killing Floor 3 er hasar-/hrollvekju skotleikur sem gerist árið 2091, 70 árum eftir atburði Killing Floor 2.  Í leiknum hefur stórfyrirtækið Horzine skapað her af lífverum, kallaðar Zeds, og leikmenn taka að sér hlutverk sérfræðings í uppreisnarhópnum Nightfall til að berjast gegn þessum ógnvekjandi verum.  Leikurinn býður upp á 6 manna spilun eða solo fyrir þá sem kjósa að spila einir.

Með endurbættum óvinum, fjölbreyttu vopnaúrvali og gagnvirkum umhverfum lofar Killing Floor 3 að færa leikmönnum spennandi og krefjandi upplifun.

Mynd: killingfloor3.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]