Framleiðendur tölvuleiksins Battlefield 4 illuminati settu væntanlega nýtt viðmið fyrir svokölluð „páskaegg“ (e. easter eggs) í tölvuleikjum þegar þeir útbjuggu nýjasta leikinn í þessari vinsælu tölvuleikjaröð. Þurftu spilendur að búa yfir mikilli þrautseigju við leit, góða kunnáttu við að leysa þrautir og geta þýtt Morse kóða á erlend tungumál.
Páskaegg í tölvuleikjum eru aukaatriði eða falin skilaboð sem eru falin hinum hefðbundna notenda, en hægt að finna með eftirtektasemi, heppni eða þrautseigju við að leita slíkra hluta. Er afraksturinn mismikilvægur, en í þessu tilfelli virðist sá sem fann páskaeggið allavega vera nokkuð sáttur.
Hægt er að sjá þessa flóknu og löngu leið að páskaegginu í Battlefield 4 í meðfylgjandi myndbandi:
Greint frá á mbl.is
Mynd: Skjáskot úr myndbandi