Heim / PC leikir / Með mik­illi þraut­seigju þá getur þú framkvæmt þetta í BF4
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Með mik­illi þraut­seigju þá getur þú framkvæmt þetta í BF4

Battlefield 4

Fram­leiðend­ur tölvu­leiks­ins Battlefield 4 illum­inati settu vænt­an­lega nýtt viðmið fyr­ir svo­kölluð „páska­egg“ (e. ea­ster eggs) í tölvu­leikj­um þegar þeir út­bjuggu nýj­asta leik­inn í þess­ari vin­sælu tölvu­leikjaröð. Þurftu spi­lend­ur að búa yfir mik­illi þraut­seigju við leit, góða kunn­áttu við að leysa þraut­ir og geta þýtt Mor­se kóða á er­lend tungu­mál.

Páska­egg í tölvu­leikj­um eru auka­atriði eða fal­in skila­boð sem eru fal­in hinum hefðbundna not­enda, en hægt að finna með eft­ir­tekta­semi, heppni eða þraut­seigju við að leita slíkra hluta. Er afrakst­ur­inn mis­mik­il­væg­ur, en í þessu til­felli virðist sá sem fann páska­eggið alla­vega vera nokkuð sátt­ur.

Hægt er að sjá þessa flóknu og löngu leið að páska­egg­inu í Battlefield 4 í meðfylgj­andi mynd­bandi:

Greint frá á mbl.is

Mynd: Skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

CG komnir í fjórðungsúrslit í Spring Cup

Íslenska battlefield 3 liðið catalyst ...