PlayStation Network niðri í yfir 22 klukkustundir – Notendur óánægðir
PlayStation Network (PSN), stafræna þjónustan sem styður PlayStation leikjatölvurnar, hefur verið óvirk í yfir 22 klukkustundir. Þessi truflun hefur áhrif á milljónir notenda um allan heim sem geta hvorki skráð sig inn né nýtt sér netþjónustu á PlayStation-tölvunum sínum.
Sjá einnig: Alvarleg kerfisbilun: PlayStation Network liggur niðri
Truflanirnar hafa haft víðtæk áhrif á ýmsa þjónustu innan PSN, þar sem PlayStation Store er óvirk geta notendur ekki sótt nýja leiki úr safninu sínu eða keypt nýtt efni.
Sony hefur viðurkennt vandamálið og staðfest að unnið sé að úrlausn málsins. Hins vegar hafa þeir ekki gefið upp ástæðu fyrir truflununum né veitt upplýsingar um áætlaðan viðgerðartíma. Þetta hefur valdið vonbrigðum meðal leikjaspilara, sérstaklega þar sem truflunin gerðist um helgi þegar margir ætla sér að njóta tölvuleikja.
Viðbrögð notenda
Notendur hafa flykkst á samfélagsmiðla til að lýsa óánægju sinni og deila upplifun sinni af vandræðum tengdum PSN-truflununum. Sumir hafa kvartað yfir því að geta ekki spilað leiki sem krefjast nettengingar, á meðan aðrir lýsa vonbrigðum með að ekki geta stengst vefverslun PlayStation Store.
„Ég hef ekki getað spilað leikina mína allan daginn, og Sony virðist ekki hafa neina lausn í sjónmáli. Þetta er óásættanlegt,“
skrifaði einn notandi á Twitter.
Ekki í fyrsta skipti
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem PSN hefur lent í umfangsmiklum truflunum. Sambærilegar truflanir áttu sér stað árið 2021 og 2023, en þá tóku viðgerðir nokkra daga. Sony hefur í gegnum tíðina verið gagnrýnt fyrir að bregðast of hægt við vandamálum af þessu tagi.
Hvað er næst?
Sony hefur lofað að uppfæra notendur reglulega um framgang mála. Á meðan halda milljónir leikjaunnenda áfram að bíða í óvissu og vona að þjónustan verði endurreist sem fyrst.
Við munum fylgjast með málinu og veita frekari upplýsingar um leið og þær berast.
Mynd: úr safni