Heim / PC leikir / Rafíþróttadeild Fylkis heldur kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Rafíþróttadeild Fylkis heldur kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu

Rafíþróttadeild Fylkis

Mánudaginn 25. nóvember mun Rafíþróttadeild Fylkis halda kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu, Norðlingabraut 12, þar sem Fimleika- og karatedeildir Fylkis eru einnig til húsa.

Í fréttatilkynningu segir að kynnt verður hvað rafíþróttir eru og hvernig starfsemi Rafíþróttadeildarinnar verður háttað.

Deildin verður með barna- og unglingastarf og stefnir að því að nýta tölvuleikjaspilun á jákvæðan, heilbrigðan og uppbyggjandi hátt og bæta samskipti milli foreldra og barna hvað varðar rafíþróttaiðkun.  Eitt aðalmarkmið deildarinnar er að koma í veg fyrir félagslega einangrun krakka sem leita í tölvuleiki og virkja þau félagslega í ungmennastarfi Fylkis.

Deildin mun bjóða upp á æfingar í öllum helstu rafíþróttagreinum. Sem dæmi má nefna Fortnite, FIFA, Counter-Strike, Overwatch og League of Legends.

Þriðjungur hverrar æfingar verður varið í líkamlega- og andlega uppbyggingu áður en setist er í tölvurnar. Æft verður tvisvar í viku í hverri grein, níutíu mínútur í senn. Æfingarnar verða aldursskiptar, annars vegar æfa krakkar í 5.-7. bekk saman og hins vegar þau sem eru í 8-.10. bekk.

Dagskrá

Arnar Hólm – Kl: 20:00 – 20:40
Arnar Hólm, eigandi Rafíþróttaskólans, netveru.is og fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, hefur víðtæka reynslu af skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni og mun halda fyrirlestur um hvernig hægt er að iðka rafíþróttir á heilbrigðan máta með skipulagðri starfsemi.

Aron Ólafsson – Kl: 20:40-21:00
Aron Ólafsson formaður Rafíþróttadeildar Fylkis hefur starfað fyrir breskt rafíþróttafélag og verið í fremstu röð á Íslandi í rafíþróttum. Hann hefur haldið fyrirlestra um rafíþróttir og hvernig hægt er að stuðla að heilbrigðum lífstíl samhliða því að vera afreksmaður í rafíþróttum og mun kynna uppbygginguna á starfi deildarinnar og kynna fyrir foreldrum hverjar áherslur Fylkis verða þegar kemur að þjálfun.

Opið hús og spjall – Kl: 21:00-21:30
Opið hús í æfingarrými deildarinnar frá 21:00-21:30 þar sem hægt verður að spjalla við leikmenn meistaraflokka liðsins í Counter-Strike og League of Legends.

Markmið deildarinnar eru:

  1. Að bjóða upp á skipulagt starf fyrir börn og unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara.
  2. Að stuðla að jákvæðri tölvuupplifun.
  3. Að hjálpa iðkendum að hugsa vel um líkama og sál.
  4. Að efla félagslegan og siðferðilegan þroska.
  5. Að iðkendur læri undirstöðuatriði í þeim leik sem það æfir.
  6. Að iðkendur hafi ánægju af rafíþróttum.
  7. Að búa til atvinnufólk í faginu sem leyfa ekki tölvum að stjórna lífinu sínu.
  8. Að efla félagsfærni og valdefla þau sem eru mikið ein heima að spila.
  9. Að búa til félagsmenn.
  10. Að vera með öflugt meistaraflokkastarf.

Mynd: facebook / Rafíþróttadeild Fylkis

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt