TurboDrake sem spilaði með Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) liðinu Alliance á lanmótinu HRingurinn var dreginn sérstaklega út hjá Tölvutek og fékk að launum Ducky Shine 5 lyklaborð að andvirði 34.990 kr.
TurboDrake er lítið fyrir breytingar og er ánægður með sitt sett og hefur því ákveðið að gefa lyklaborðið til Íslenska landsliðsins í CS:GO og er það komið í sölu til styrktar landsliðsins.
Að auki mun Íslenski landsliðshópurinn gefa eiginhandaráritun á bakhlið lyklaborðsins og byrjar uppboðið í 25.000 krónur og mun ljúka á þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 14:00, þ.e. klukkutíma fyrir fyrsta leikinn í group stage hjá landsliðinu.
Þeir sem hafa áhuga, er bent á facebook grúppuna CS:GO Skipti – Sala – Veðmál.
Mynd: facebook / Tölvutek