[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / CS:GO landslið / Viltu eignast lyklaborð áritað af Íslenska CS:GO landsliðinu? Hér er tækifærið
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Viltu eignast lyklaborð áritað af Íslenska CS:GO landsliðinu? Hér er tækifærið

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn
F.v. Capping, auddzh, alleh, pallibóndi og kruzer

TurboDrake sem spilaði með Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) liðinu Alliance á lanmótinu HRingurinn var dreginn sérstaklega út hjá Tölvutek og fékk að launum Ducky Shine 5 lyklaborð að andvirði 34.990 kr.

TurboDrake er lítið fyrir breytingar og er ánægður með sitt sett og hefur því ákveðið að gefa lyklaborðið til Íslenska landsliðsins í CS:GO og er það komið í sölu til styrktar landsliðsins.

Að auki mun Íslenski landsliðshópurinn gefa eiginhandaráritun á bakhlið lyklaborðsins og byrjar uppboðið í 25.000 krónur og mun ljúka á þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 14:00, þ.e. klukkutíma fyrir fyrsta leikinn í group stage hjá landsliðinu.

Þeir sem hafa áhuga, er bent á facebook grúppuna CS:GO Skipti – Sala – Veðmál.

Mynd: facebook / Tölvutek

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Ísland - Frakkland

Ísland komst ekki áfram | Sjáið peterr taka fjögur headshot í röð

Í gær fór fram mikilvægasti ...