Heim / Lan-, online mót / Áhugi hjá admin´s að hafa CSS á lanmótinu – Ætlar þitt lið að mæta?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Áhugi hjá admin´s að hafa CSS á lanmótinu – Ætlar þitt lið að mæta?

Við greindum frá að stefnt er á að halda lanmót í mars til fjáröflunar fyrir útskriftarferð fyrir verkfræðanemendur, en sennilega bara með keppni í Counter Strike 1.6 og StarCraft II.

Haft var samband við eSports.is og beðið um að koma á framfæri að stjórnendur lanmótsins hafa áhuga á að fá Counter Strike:Source á lanið, en fyrirhugað er að halda lanmótið annaðhvort 2. – 4. mars eða 9. – 11. mars 2012.

Til þess, þá þarf að fá 8 lið úr Counter Strike:Source og síðan verða 8 lið frá Counter Strike 1.6.

Hvaða lið hafa hug á því að mæta?

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmót í sumar – Staðfest

Lanmótið HRingurinn sem haldið er ...