Activision Blizzard hefur á undanförnum vikum og dögum verið sakað um undirlægjuhátt gagnvart Kommúnistaflokki Kína.
Það var eftir að Chung Ng Wai frá Hong Kong mót í leiknum Hearthstone sem haldið var í Taívan fyrr í mánuðinum. Í útsendingu í kjölfar sigur hans, kallaði hann: „Frelsum Hong Kong, bylting okkar tíma“ sem er slagorð sem tengist mótmælunum í Hong Kong.
Blizzard svipti hann meistaratitilinn, meinaði honum að keppa í Hearthstone í heilt ár og neituðu að afhenda honum verðlaunaféð sem hann hafði unnið á mótinu. Þar að auki voru kynnar mótsins, sem gerðu ekkert annað en að ræða við Chung, reknir.
Í frétt á visir.is kemur fram að ástæðan var sögð vera að Chung hefði brotið gegn reglum leiksins og í yfirlýsingu sagði að þó fyrirtækið stæði vörð um málfrelsið þyrftu spilarar að fylgja reglum leiksins.
Reglurnar sem um ræði meini spilurum að gera eitthvað sem valdi deilum, móðgi aðra eða skaði ímynd Blizzard, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Hér má sjá útsendinguna frægu:
https://www.youtube.com/watch?v=WkhHDzgTcnU
Mynd: skjáskot úr myndbandi