Heim / Lan-, online mót / Catalyst Gaming efstir í sínum riðli með fullt hús stiga
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Catalyst Gaming efstir í sínum riðli með fullt hús stiga

Íslenska Battlefield 3 liðið Catalyst Gaming eru núna efstir í sínum riðli í online mótinu Spring Cup 2012

Íslenska Battlefield 3 liðið Catalyst Gaming keppti í fyrradag í online mótinu Spring cup 2012, en keppt var í möppunum Operation Firestorm og Operation Metro.

“Byrjuðum þetta vel eins og vanalega gerist í Firestorm, enda er þetta “Okkar Map” að margra mati innan liðsins.  Fór smávegis á hliðina þegar eitt stykki “Transport Helicopter”,
asnaðist á A-Flag þegar við vorum að spila sem US en annars fór þetta allt eftir áætlun.
Tickets segja svo bara rest”, en frá þessu segir Muffin-King á spjallinu.

1st Round sem US : 210 – 0
2nd Round sem RU: 219 – 0

Muffin-King segir að Metro gekk brösulega eins og oftast er vaninn, en þeir eiga smá í erfiðleikum með að spila Infantry möp, en þeir ætla sér að æfa betur og tala nú ekki um þegar “Close Quarters” kemur út.

1st Round sem US: 177 – 0
2nd Round sem RU: 172 – 0

Svo þetta endaði með;

778 – 0

“Þetta var skemmtilegur leikur.  Vorum ekki beint að spila okkar sterkustu menn á móti þeim, þetta var öðruvísi en gekk samt ágætlega, og var eiginlega bara nokkuð skemmtilegt frekar en strembin útpæling á strategíu.  Miðað við það, finnst mér við hafa staðið okkur stórkostlega!”, segir Muffin-King að lokum á spjallinu.

Catalyst Gaming eru núna efstir í sínum riðli í Spring cup 2012, en næsti leikur þeirra er við TeamSVK á sunnudaginn 13. maí 2012 og verður gaman að fylgjast náið með þeim félögum.

 

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...