Heim / PC leikir / Góð grein um Star Wars Battlefront
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Góð grein um Star Wars Battlefront

Star Wars Battlefront

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að nýr Star Wars Battlefront leikur kom á markaðinn 17. nóvember. Árið 2013 gerði Walt Disney 10 ára samning á framleiðslu Star Wars tölvuleikja við tölvuleikjarisann Electronic Arts. Það er síðan leikjastúdíóið DICE sem að hefur undanfarin tvö og hálft ár unnið að framleiðslu Star Wars Battlefront og það ekki að ástæðulausu.

DICE er þekkt fyrir framleiðslu sína á Battlefield leikjaseríunni og fyrrum framleiðendur Star Wars Battlefront 1 og 2 hafa aldrei farið leynt með það að þeir hafi sótt innblástur sinn í Battlefield 1942 sem kom út árið 2002 og er einmitt úr smiðju DICE, að því er fram kemur á vefnum sky.is sem birtir skemmtilega og fróðlega grein um leikinn.

Star Wars Battlefront

Star Wars Battlefront

Sigurlína Ingvarsdóttir

Það hafa eflaust margir Íslendingar tekið eftir því að yfirframleiðandi Star Wars Battlefront tölvuleiksins er Sigurlína Ingvarsdóttir, eða Lína eins og hún er oftast kölluð, og hefur hún verið nokkuð áberandi í íslenskum fjölmiðlum seinustu mánuði. Lína er enginn nýgræðingur þegar að kemur að þróun tölvuleikja en hún hefur unnið að gerð tölvuleikja í níu ár, fyrst hjá íslenska tölvuleikjafyritækinu CCP en nú s.l. þrjú ár hjá DICE í Svíþjóð en þar hefur hún meðal annars komið að þróun tölvuleiksins Mirror’s Edge Catalyst sem er væntanlegur á næsta ári.

Sem yfirframleiðandi Star Wars Battlefront sér Lína um að að leiða þróunarteymi leiksins og hefur því ákvörðunaryfirvald yfir leiknum. Lína er orðin einskonar andlit tölvuleiksins en hún hefur farið á ótal ráðstefnur s.l. tveimur árum til þess að kynna leikinn og má þar einna helst nefna Gamescom ráðstefnuna, sem að er stærsta tölvuleikjaráðstefna í heimi með yfir 345.000 gesti, og svo E3 ráðstefnuna sem er haldin árlega og er ein stærsta bransatölvuleikjaráðstefna heims.

Ég fékk að setjast niður með Línu og spyurja hana nokkura spurninga um þróun leiksins – Star Wars Battlefront.

Greinina í heild sinni er hægt að lesa á sky.is hér.

Myndir: starwars.ea.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara