Heim / PC leikir / Nýtt tölvuleikjafyrirtæki stofnað með tveggja milljón evra fjármögnun
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Nýtt tölvuleikjafyrirtæki stofnað með tveggja milljón evra fjármögnun

Tölvuleikjafyrirtækið Mainframe

Stofnað hefur verið nýtt tölvuleikjafyrirtæki með tveggja milljón evra fjármögnun, en félagið sem heitir Mainframe verður með starfsstöðvar í Helsinki í Finnlandi og í Reykjavík. Meðal stofnenda eru reynsluboltar úr tölvuleikjaiðnaðinum sem hafa unnið hjá CCP, Remedy og Next games og hafa unnið að leikjunum EVE Online, Alan Wake og The Walking Dead: No man‘s land.

Markmið fyrirtækisins er að skapa fyrsta opna fjölnotendaheiminn (social sand­box MMO) sem byggður er frá grunni til að spilast í skýinu, að því er fram kemur á mbl.is.

“Möguleikinn fyrir Mainframe að geta boðið upp á sömu gæði upplifunar á hverskyns farsímum og sjónvarpstækjum, sem einungis var áður hægt að ná á öflugum PC leikjavélum, þýðir að við getum hannað vissa hluta af leiknum í skýinu sem krefjast meiri reikniafls og umfangs líkt og flókin eðlisfræði- og gervigreindarlíkön. Þannig er hægt að bjóða upp á upplifun sem er ekki skorðuð við það tæki sem notað er til að nálgast hana,“

segir Þorsteinn í tilkynningunni sem að kjarninn.is birtir.

Stofnendur Mainframe Industries eru Börkur Eiríksson, Kjartan Pierre Emilsson, Þorsteinn Högni Gunnarsson, Friðrik Haraldsson, Reynir Harðarson, Sulka Haro, Kristján Valur Jónsson, Jyrki Korpi Anttila, Saku Lehtinen, Ansu Lönnberg, Eetu Martola, Vigfús Ómarsson og Jón Helgi Þórarinsson.

Mynd: aðsend

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara