Heim / Lan-, online mót / Þú ert ekki að fara missa af Úrslitakeppni Tuddans í Tölvulistanum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Þú ert ekki að fara missa af Úrslitakeppni Tuddans í Tölvulistanum

Tuddinn í Tölvulistanum

Úrslitin í Tuddanum online verða haldin í verslun Tölvulistans á Suðurlandsbraut á morgun laugardag, 7 nóvember.

Þetta er í annað sinn sem keppnin er kláruð live í Tölvulistanum og í fyrsta skipti sem nú verður bæði keppt til úrslita í LoL og CS:GO, að því er fram kemur í facebook viðburði hér.  Aðstaðan hefur aldrei verið glæsilegri þar sem Tölvulistinn hefur útbúið áhorfendasvæði sem tekur 50 manns í sæti þar sem leikirnir verða sýndir á 84“ risaskjá.

Það verður hörkuprógramm allan daginn sem hefst á slaginu 12:00 með „best of three“ viðureign í League of Legends þar sem Gamestöðin mætir Tölvutek Black.

Eftir verðlaunaafhendingu í þeim leik býður Tölvulistinn í pizzaveislu frá Eldsmiðjunni og að henni lokinni hefst æsispennandi viðureign Seven og Malefiq í CS:GO.

Tölvulistinn verður með dúndurtilboð á eSports leikjavörum og leikjatölvum á meðan mótinu stendur auk þess sem hægt verður að setja nafnið sitt í pott og vinna MSI GTX 970 skjákort!

Úrslitunum verður streymt á Twitch á slóðinni www.twitch.tv/gegttv og hefst útsendingin kl. 11:30. Lýsendur munu draga út Naga Epic Chroma og Deathadder Chroma leikjamýs, bara fyrir þá sem eru á streyminu.

Hvetjum alla til þess að koma á laugardaginn og styðja sína menn eða fylgjast með á GEGTTV.

Facebook viðburður.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið Kubburinn 2019

Skráning er hafin á eitt stærsta tölvuleikjamót ársins

Tölvuleikjamót Tuddans sem hefur fengið ...