Heim / Lan-, online mót / Ísland sigraði – Intrm og ofvirkur fóru á kostum – Horfðu á allann leikinn hér
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Ísland sigraði – Intrm og ofvirkur fóru á kostum – Horfðu á allann leikinn hér

Í gærkvöldi fór fram leikurinn Ísland vs Pólland í mótinu NationsCup XV í leiknum Counter Strike:Source og fóru leikar 19 – 11 fyrir ísland, en spilað var í mappinu De_Dust2. Byrjað var á hnífaroundi og náði ísland öruggum sigri þar og völdu CT.

Fyrri hálfleikur var ansi hraður á köflum og voru mörg strött hjá Póllandi virkilega flott, en það dugði ekki til þar sem vörnin var skothelt hjá Íslandi sem endaði með sigri Íslands 9 – 6.

Bein útsending var á leiknum og var hann shoutcastaður á Pólsku og skiljanlega var erfitt að átta sig á hvað þulurinn sagði, en hann var greinilega ekki ánægður með sína menn þar sem tónninn í honum var frekar slappur. Lokatalan varð 19 – 11 fyrir Ísland.

Kruzer landsliðs captain var nokkuð sigur viss fyrir leikinn í samtali við eSports.is

“Intrm spilaði mjög vel þennan leik og tók 1v3 clutch í CT og ofvirkur tók einn líka 1v3 í terr”, sagði CaPPiNg! fjölmiðlafulltrúi landsliðsins í samtali við eSports.is.

CaPPiNg! tók upp leikinn og hefur sett hann inn á Youtube og er hægt að skoða allann leikinn í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi sem er tæp 1 klukkustund að lengd:

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Demo af leik Ísland vs Rússland

Eins og greint var frá ...