Heim / Console leikir / Borderlands 3 – “ClapTrap er einstaklega pirrandi”
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Borderlands 3 – “ClapTrap er einstaklega pirrandi”

Borderlands 3

“Það er óhætt að segja að ég hafi skemmt mér ágætlega yfir Borderlands. Það er skemmtilegur húmor í honum og augljóst að maður á ekki að taka honum alvarlega, þar sem allar persónur hans er snar-klikkaðar. Ég kem þó skemmtilega ferskur inn í Borderlands 3 þar sem ég hef ekki spilað Borderlands 1 og Borderlands 2. Bara alls ekki.”

Sjá einnig: Hvað þarf tölvan þín að vera öflug til að keyra Borderlands 3?

“Í Borderlands setja spilarar sig í spor eins af fjórum aðilum sem kallast „Vault hunters“ (nokkurs konar málaliðar) og er markmiðið að finna hvelfingu sem inniheldur tækni og krafta frá útdauðum geimverum með því að finna vísbendingar á mismunandi plánetum. Á því ferðalagi þurfa spilarar að berjast við hjarðir af nánast allsberum drullusokkum, skrímslum, hermönnum og öðrum óvinum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera á vegum Calypso-tvíburanna, erkióvina leiksins.”

Svona hefst inngangur á ítarlegri umfjöllun um tölvuleikinn Borderlands 3 sem að Samúel Karl Ólason skrifar og birtir á leikjavísi á visir.is.

Áhugavert lestarefni fyrir Borderlands aðdáendur.

Mynd: borderlands.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara