Heim / PC leikir / Breytingar og viðbætur á eSports.is | Getur þú commentað við fréttir?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Breytingar og viðbætur á eSports.is | Getur þú commentað við fréttir?

logo_esports.is

Með nýju ári þá er alltaf gott að fara yfir hlutina og sjá hvað má bæta og laga.

Breyting á comment kerfi við fréttir
Til að byrja með þá hefur ávallt verið hægt að skrifa athugasemdir við fréttir og hefur comment kerfi facebook verið notað frá því að nýi vefurinn fór í loftið í byrjun árs 2012, en ástæðan fyrir því að það kerfi var notað var að notendur töluðu um að þeir hefðu ekki áhuga á að skrá sig og þar sem fjölmargir eru á facebook þá var farið þá leið að hafa facebook comment kerfi.  Nú er eins og áður sagði eitt ár liðið síðan að FB-comment kerfið hefur verið virkt og hefur nær ekkert verið notað.

Ef þú ert með account á spjallinu, þá getur þú commentað á forsíðunni
Búið er að breyta og nú keyrir comment kerfið bæði fyrir innskráða notendur á spjallinu og eSports.is sem geta nú skrifað athugasemdir við fréttir og hvetjum alla að nota það óspart, enda alltaf gaman að fá feedback frá notendum 🙂

eSports.is sækir meira inn á Twitter
eSports.is hefur verið á Twitter frá því í apríl á síðasta ári og hefur gengið alveg ágætlega.  Á forsíðu eSports.is eru tveir Twitter gluggar sem keyra sjálfkrafa tíst frá notendum þeirra ágæta vef.  Fyrri glugginn listar upp tíst frá Íslensku tölvuleikja áhugafólki og heimasíðum á Twitter sem að eSports.is hefur valið, en þar má nefna GameTíví, Nörd Norðursins, Sverrir Bergmann, Ólaf Jóelsson, MuffinKing svo eitthvað sé nefnt.

Í seinni glugganum er streaming frá Twitter, þ.e. frá öllum Twitter notendum víðsvegar um allan heim á veraldarvefnum og pikkar glugginn upp alla þá sem skrifa orðið eSports, en eins og kunnugt er að eSports er skammstöfun fyrir Electronic sports.

Youtube rás eSports.is
Eins og við höfum fjallað um þá stofnaði eSports.is Youtube rás sem hefur fengið góðar viðtökur, en hægt er að lesa nánar um það hér.

Jæja elskurnar, verið nú dugleg að nota comment kerfið 🙂

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...