Heim / Lan-, online mót / Catalyst Gaming í fyrsta sæti í Infantry ladder | Horfðu á rúst myndband hér
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Catalyst Gaming í fyrsta sæti í Infantry ladder | Horfðu á rúst myndband hér

Það er ekki að spyrja að því þegar kemur að íslenska Battlefield 3 liðinu Catalyst Gaming (CG) þegar mót eru annars vegar, en þeir virðast vera nær ósigrandi enda glæsilegt lið hér á ferð.

CG hefur skráð sig í Infantry ladder á Clanbase og eru komnir í fyrsta sæti eftir glæsilegan sigur á Portúgal liðinu War Fear MultiGaming í gær.

“Eigum svo erfiðan leik næstu helgi vs No Butter Team til að verja fyrsta sætið”, segir d0ct0r_who á spjallinu.

Myndbandið hér að neðan sýnir frá CG spila í Infantry ladder, en tekin voru möppin Grand Bazaar og Operation Metro og endaði með sigri CG manna 592 – 0

 

Skjáskot af stigatöflu á clanbase.com og úr myndbandi Muffin-King.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...