Heim / HRingurinn / Clön sjá um að fullskipa liðin sín | CCP verður aðalstyrktaraðili Hringsins 2012
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Clön sjá um að fullskipa liðin sín | CCP verður aðalstyrktaraðili Hringsins 2012

Þau lið sem eru ekki fullskipuð á lanmótið HR-ingurinn geta auglýst annað hvort á facebook síðu lanmótsins eða hér á Lan- og Onlinemót spjallsvæðið.

Adminar mótsins munu ekki aðstoða lið við að finna einstaklinga til þess að mynda fullskipað lið.  Á setningardegi munu adminar mynda lið úr clanleysulistanum sem dæmi: 20 manns skráðir í CS = 4 lið.

Adminar munu ekki reyna að ráðstafa clanleysulista í ófullskipuð lið, en það er alfarið á ábyrgð liða að fylla liðið sitt.  Ef að þú telur að liðið verði ekki fullskipað fyrir keppni getur þú leyst upp liðið, og allir í liðinu geta skráð sig á clanleysulista, segir í tilkynningu frá adminum HRingsins.

Ekki verður leyfilegt að skipta út, velja, hafna eða með neinu móti eiga við clanleysulið.

Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að adminar mótsins verða uppteknir við að sinna allt öðrum hlutum og eiga ekki að þurfa að vera að vesenast í því að koma mönnum í lið – það er á ykkar ábyrgð, segir að lokum í fréttatilkynningunni.

Til gamans má geta að CCP kemur til með að vera aðalstyrktaraðili Hringsins 2012.

Heimasíða lanmótsins: hringurinn.net

Myndir frá facebook síðu HR-ingsins

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...