Heim / PC leikir / Eini íslendingurinn með Planetside2 beta lykil?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Eini íslendingurinn með Planetside2 beta lykil?

MMOFPS leikurinn PlanetSide 2 verður gefinn út af Sony Online Entertainment og er þetta sjálfstætt framhald af leiknum PlanetSide sem gefin var út árið 2003.

Ekki er komin útgáfudagur af leiknum, en tilkynning um útgáfudag var gefin út á sýningunni Sony Fan Fair í fyrra um að hann kæmi út 7. júlí 2011 og síðan þá hefur ekkert gerst fyrr en nú nýlega, en þá virðist vera komin einhver hreyfing á hönnuninni.

“Var enda við að fá Planetside2 beta priority key.  Kannski ég skelli upp video um leikinn á íslensku og kynni fyrir ykkur sem eru áhugasamir um hvað leikurinn gengur út á”, segir Muffin-King á spjallinu.

Ekki er vitað um að fleiri íslendingar séu komnir með beta lykil, en þeir sem hafa áhuga á að stofna íslenskt samfélag í kringum leikinn eru vinsamlegast beðnir um að láta í sér heyra á spjallinu og sett verður þá upp sér spjallsvæði fyrir leikinn.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...