Heim / PC leikir / eSports bar opnar í London – Hvenær mun eSports bar opna á íslandi?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

eSports bar opnar í London – Hvenær mun eSports bar opna á íslandi?

MeltdowneSports barinn Meltdown sem hóf göngu sína í París í Frakklandi 3. maí 2012, hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð og er nú þriðji Meltdown staðurinn í deiglunni í Bretlandi sem kemur til með að opna 1. júní næstkomandi og verður staðsettur við 342 Caledonian brautina í London.  Meltdown eSports staðirnir eru þá í þremur löndum, þ.e. í Frakklandi, Þýskalandi og nú í Bretlandi.

Meltdown býður meðal annars upp á beina útsendingu, umfjöllun og lýsingu á völdum mótum sjö daga vikunnar, t.a.m. í tölvuleikjunum StarCraft2, League of Legends, DotA2 og Counter Strike.
Heimild

Meltdown á facebook:
París
Berlín
London

Ætli það sé grundvöllur fyrir alvöru eSports bar hér á Íslandi, það er hugleiðing dagsins.

Mynd af facebook síðu Meltdown.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...