Heim / CS:GO landslið / King of Nordic í fullum gangi
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

King of Nordic í fullum gangi

Eftir að hafa verið hlátursefni seinasta tímabils í King of Nordic er komið að öðrum þátt og erum við staðráðnir að láta finna fyrir okkur í ár!

King of Nordic tafla

Ísland sigraði ekki einn leik á seinasta tímabili.

Næsta tímabil í KON er hafið og hefur formatinu verið breytt í aðalkeppni KON. Allir leikir í KON verða spilaðir á föstudögum og byrjar veislan klukkan 18:00 þar sem lið frá Svíþjóð, Noreg, Danmörk, Finnlandi og Íslandi keppa, öllum leikum verður streamað inná twitch síðu KON hægt verður að fylgjast með HÉR.

Ekki hefur verið ákveðið á hvaða degi íslenski qualifierinn verður spilaður en það verður auglýst vel á facebook síðu íslenska samfélagsins #csgo.is. Nú þegar hefur einn þáttur klárast og stóðu Warmonkeys uppi sem sigurvegarar og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þeim á föstudaginn 10.feb.

King of Nordic

Skráning fer fram í íslenska qualiferinn HÉR. Að meðaltali skrá sig um 12 lið í hverri viku og búast má við met skráningu á þessu tímabili þar sem sigurvegarar fá beint sæti inní aðalkeppni KON á föstudögum, umfjöllun inná hltv.org og atvinnu lýsendur að lýsa leikjum þeirra. Sigurvegar í aðalkeppni KON fá peningaverðlaun.

 

Nú er málið að stilla sig inná www.twitch.tv/kingofnordic á föstudaginn og kvetja Warmonkeys til sigurs. Einnig að skrá sig í næstu forkeppni fyrir KON HÉR.

Áfram Ísland!

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

x

Check Also

Veislan heldur áfram í King of Nordic

Eftir gríðarlega spennandi leik í ...