Heim / Lan-, online mót / Seinasti þátturinn í King of Nordic!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Seinasti þátturinn í King of Nordic!

Nú er komið að seinasta King of Nordic þættinum í annari seríu þar sem Ísland tekur þátt og er óhætt að segja að gengið hjá Íslensku liðunum hefur ekki verið gott. Því miður erum við að endurtaka seinasta tímabil með því að enda með skorið 0 – 10.

Ekki er öll von úti því einn þáttur er eftir að þessari seríu og skorum við á Íslensk lið til þess að taka þátt þann 24.apríl klukkan 18:00. Oft hafa Íslensku lið verið mjög nálægt því að vinna leik í aðal keppninni en eitthvern veginn hafa þau misstigið sig á loka metrunum, við höfum tvisvar tapað í framlengingu og einnig 16-14.

 

Skráning fer fram HÉR og auðvitað kostar ekkert að taka þátt.

Áfram Ísland!

 

 

Kveðja Þórir „TurboDrake“ Viðarsson & Guðlaugur „Gaulzi“ Árnasson.

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Tölvuleikur - Fortnite

Hörð barátta á toppnum

Einvígi Denasar Kazulis og Kristófers ...