Heim / PC leikir / Skemmtilegt viðtal við eigendur 1939 Games
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Skemmtilegt viðtal við eigendur 1939 Games

1939 Games

Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar.

Eitt þeirra fyrirtækja sem sló um sig með jákvæðum fréttum er tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games. Félagið lauk á árinu 5,3 milljón Bandaríkjadala hlutafjárútboði og var valið Vaxtarsproti ársins 2021 hjá Samtökum Iðnaðarins.

Er Ísland kannski að eignast fleiri stór fyrirtæki eins og CCP?

Ef svo er, er til mikils að vinna. Ekki aðeins starfa hjá CCP ríflega 300 manns heldur var velta fyrirtækisins tímabilið 2017-2020 um sex til átta milljarðar á ári.

Næst á eftir í tekjum fyrir tölvuleik er 1939 Games. Fyrsti leikurinn þeirra, KARDS, var gefinn út árið 2020 og síðan þá hefur leikurinn skilað ríflega 400 milljónum króna í tekjur. Stærsta tækifærið liggur þó í símaútgáfu leiksins sem nú er verið að vinna að og áætluð er á markað næsta sumar.

Atvinnulífið á visir.is settist niður með stofnendum fyrirtækisins, bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum, en viðtalið í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hér.

Mynd: kards.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]