Heim / Console leikir / Tuddinn umferð 2 úrvalsdeild – Turbo talar!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Tuddinn umferð 2 úrvalsdeild – Turbo talar!

Dux Bellorum vs Paria

Dux Bellorum

Dux Bellorum

Team Paria

Team Paria

Án ef skemmtilegasti leikurinn í umferðinni, bæði lið töpuðu í fyrstu umferð Dux Bellorum á móti Rónar Reykjavíkur og Paria á móti Seven. Ég spái því að bæði lið komi vitlaus í þennan leik og ætli sér sigur… aðsjálfsögðu. Bæði lið vilja spila cache, mirage jafnvel overpass ég spái því að þetta endar í cache. Dux Bellorum eru þekktir fyrir að vera mikið betri online heldur en á lani og verður þetta erfitt fyrir Paria þar sem þeir eru akkúrat öfugt betri á lani t.d þeir hafa aldrei droppað mappi í riðlum á lani nema á móti Malefiq á HRingnum 2015.. þá er ég að tala um kjarnann miNideGreez og byythewayy. Ég spái að þessi leikur fari í OT og Dux Bellorum sigri því að þessi leikur er online. 🙂

19-17 fyrir Dux Bellorum

Uppfært: Þessi leikur er búin og endaði 16-9 fyrir Dux Bellorum og kortið var de_cbble – DEMO

Rónar Reykjavíkur vs CAZ esports

Rónar Reykjavíkur

Rónar Reykjavíkur

CAZ eSports

CAZ eSports

Hér höfum við nýliðana í Rónar Reykjavíkur taka á móti stórveldinu CAZ esports. Ég er ekki viss hvaða kort Rónar vilja spila en þeir verða passa sig að falla ekki í gryfjuna að halda það að þeir geti tekið CAZ esports í nuke eða inferno með von um það að þeir séu ekkert að spila þau kort. CAZ esports er langbesta liðið á íslandi í nuke og eru þeir með það nánast sem freewin á móti öllum íslenskum liðum. Rónar Reykjavíkur þurfa að pæla mikið í vetoinu og þá einungis pæla í hvaða korti þeir vilja spila. CAZ esports á að taka þennan leik frekar auðveldlega en við erum í úrvalsdeild og allt getur gerst. Rónar Reykjavíkur eru með mjög sterkt CS:source lið ásamt góðum 1.6 spilara honum s7ckone. Ég spái að þessi leikur endi í cbble eða cache og þurfum Rónar helst að taka bæði pistols og followups til þess að eiga möguleika.

16-8 fyrir CAZ eSports

iDontEven vs seven.Tölvutek

iDontEven

iDontEven

Seven

Seven

Þessi leikur ætti að vera frekar auðveldur fyrir ríkjandi Tudda meistara í Seven, hinsvegar þurfa Seven að passa sig að vanmeta ekki ungstirnin í iDontEven. iDontEven hafa ekki enn þá fengið að spreyta sig á frumraun deild þeirra bestu .. þar sem leikurinn á móti VECA hefur verið frestaður vegna útanlandsferðar VECA manna. iDontEven þurfa passa sig á mirage og train á móti Seven, þar sem þeir eru að mínu mati bestir á íslandi í þeim tveim kortum. Seven þurfa líka að passa sig í vetoinu að þetta endi ekki í inferno eða jafnvel nuke, ég hef reyndar ekki hugmynd hvernig þeir eru í þessum kortum og hvort þeir hafa æft þau eitthvað. Ég spái að þetta endi í cache eða overpass og Seven taki þetta.

16-6 fyrir Seven

VECA.Tek vs Exile

VECA

VECA

Exile

Exile

Tvö tudda lið hér á ferð, Exile eru með nýjan og spennandi hóp og meiga lið alls ekki vanmeta drengina í Exile. Þrátt fyrir það þá eru VECA powerhouse og líklegri til þess að sigra þessa viðureign. Bæði lið ættu að vilja spila mirage, cbble eða cache en býst ég við því að þetta endi í cbble. VECA hafa ekki enn þá spilað leik í Tuddanum vegna útanlandsferðar hjá leikmönnum en Exile spiluðu á móti CAZ esports í cache og endaði sá leikur 16-9 fyrir CAZ. Ég býst við hörkuleik en á endanum standa VECA uppi sem sigurvegarar.

16-12 fyrir VECA.

Kveðja frá Hollandi!

VECABOOT

VECABOOT

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...