Heim / Lan-, online mót / Við ætlum að anti stratta gegn hinu geysisterka liði VeryGames
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Við ætlum að anti stratta gegn hinu geysisterka liði VeryGames

Þrír íslenskir Counter Strike:Source spilarar þeir CaPPiNg!, aNdrehh og skipid ásamt tveimur þjóðverjum þeim wNe og an.di sem skipa liðið sUpEr sEriOUs komust í gegnum qualification rounds í EMS.

sUpEr sEriOUs eru í A riðli og spila nú 5 leiki næstu vikurnar gegn mjög sterkum liðum, en þau eru Beasts.fi, Mousesports.ger, Mighty by kind, VERYGAMES og ZET-esports.

Eftirfarandi tímatafla sýnir þegar sUpEr sEriOUs keppa í mótinu og er klukkan á íslenskum tíma:

29. apríl 2012 – Sunnudagur – kl. 19:00 vs BEASTS.fi

06. maí 2012  – Sunnudagur – kl. 19:00 vs mousesports

13. maí 2012  – Sunnudagur – kl. 19:00 vs Mighty By Kind

20. maí 2012  – Sunnudagur – kl. 19:00 vs VeryGames

27. maí 2012  – Sunnudagur – kl. 19:00 vs ZET-eSport

sUpEr sEriOUs er árs gamalt pug clan sem að CaPPiNg! og aNdrehh stofnuðu, en liðið keppti einmitt í fyrra og töpuðu þá á móti esuba í QR2.

“Æfum líklegast ekkert fyrir mótið nema kannski á móti verygames, reyna að ná nokkrum roundum með því að anti stratta en efast um að ná meira en einu roundi á móti þeim”, segir CaPPiNg! hress í samtali við eSports.is.

Mótið verður yfir 5 vikur og 5 leikir, síðan komast top 3 úr hverjum riðli í playoffs, en þar eru 4 groups.

eSports.is kemur til með að fylgjast vel þeim köppum og óskum þeim góðri velgengni í mótinu.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...