Heim / PC leikir / Viltu komast í afslappað klanspilarí? Sendu inn umsókn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Viltu komast í afslappað klanspilarí? Sendu inn umsókn

Cobalt er samsettur hópur af yngri sem eldri spilurum, sem finnst gaman að spila tölvuleiki og heldur úti sínum eigin serverum, en þetta kemur fram á heimasíðu þeirra Cobalt.is.

Cobalt býður upp á skemmtilegan félagsskap sem spilar margskonar tölvuleiki, tekur þátt í online mótum og 2-3 á ári eru haldin lön þar sem meðlimir hittast og skemmta sér heila helgi omfl. Í dag spila nær allir Cobalt meðlimir Counter Strike:Source ásamt fjölmarga aðra tölvuleiki.

Cobalt clanið er fyrir alla þá sem vilja spila með bjór í hönd í rólegheitum á server án þess að verða fyrir áreiti, þó svo þeir taka létt camp í turninum í cbble, auto sniper keyptur, með 0-20 score á server eða eins og Skytturnar þrjár vilja segja: all for one, one for all.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið hér.

Hægt er að senda á Chef-Jack umsóknir, þá í gegnum Cobalt vefinn, á netfangið [email protected] eða í gegnum þetta form hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...